Bíll hafnaði ofan í djúpum skurði á mótum Ingólfsstrætis og Skúlagötu í Reykjavík í nótt og stór skemmdist. Höggið var svo mikið að öryggisbelgir blésu út.
Ökumaður og hugsanlegir farþegar voru hinsvegar á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og hefur ekki tekist að hafa upp á eiganda bílsins.
Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, enda ók hann í gegn um grindverk áður en hann hafnaði í skurðinum.