Innlent

Segir umfjöllun Ekstra blaðsins misvísandi

Jón Helgi Guðmundsson, einn eigenda lettneska bankans Lateko Bank, segir umfjöllun Ekstra blaðsins misvísandi og ruglingslega og að með greinarskrifum blaðsins sé verið að reyna að koma höggi á íslenskt viðskiptalíf.

Í nýjustu grein Ekstra blaðsins um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga frá því fyrr á þessu ári og á Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, stóran hlut í bankanum. Hann segir grein Ekstra blaðsins ranga og misvísandi. Með greinaröðinni sé greinilega vera að vega að íslensku viðskiptalífi.

Í grein sinni lýsir Ekstra Bladet hvernig bankinn á að hafa nokkru árum áður tekið þátt í að aðstoða skjólstæðing sinn, rússneskt olíufélag, við að skjóta fjármunum undan skatti. Svo er annars viðskiptamaður bankans er svo sagður eiga í dómsmáli í Bandaríkjunum vegna viðskipta þar sem fjármunir eiga að hafa runnið um bankareikning hjá Lateko. Blaðið segir bankann hafa þagað um þessi mál þegar þeir fengu danska bankann Morsø Bank til að taka þátt í veitingu sambankaláns til Lateko og er nafn Kaupþings banka í Lúxemborg sérstaklega nefnt.

Jón Helgi segir að danska bankastjóranum hafi átt að vera fullkunnugt um dómsmálið í Bandaríkjunum. Þær upplýsingar sé að finna í ársreikningi Lateko bank og sjálfur hafi Jón Helgi látið ganga úr skugga að litlar líkur á að það mál myndi tapast áður en hann kom að kaupum bankans. Hann segist ekki skilja að af hverju haft sé eftir bankastjóra Morsø bank.

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×