Lækkun matarskatts vinnur gegn verðbólgumarkmiðum 2. nóvember 2006 18:26 Seðlabanki Íslands. MYND/Vísir Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira