Innlent

Norðurlönd vilja strangari loftslagsskuldbindingar

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna eru sammála um að koma á nýjum og strangari alþjóðlegum loftslagsskuldbindingum sem taka eiga gildi eftir 2012. Þau lönd sem losa mest verða að vera aðilar að samkomulaginu svo losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu minnki.

Ráðherrarnir segja að loftslagsbreytingar muni hafa misjöfn áhrif á Norðurlöndunum, en þau standi engu að síður andspænis mörgum sameiginlegum áskorunum sem þau geti átt samstarf um. Einn samnefnari sé til dæmis að öll Norðurlöndin upplifi meira af ofsaveðri, hærri meðalhita og hækkun yfirborðs sjávar.

Norðurskautssvæðin verða fyrir hröðustu og mestu loftslagsbreytingunum. Norræna ráðherranefndin leggur því sérstaka áherslu á aðstæður á Norðurskautssvæðinu og bendir á að aðlögun gæti orðið mjög erfið þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×