Innlent

Heildarlaun karla innan SGS yfir 40% hærri en kvenna

Meðalheildarlaun karla sem eru félagar í einhverju aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins eru rúmlega 42 prósentum hærri en laun kvenna í sömu félögum. Þetta leiðir ný könnun sem Capacent Gallup vann í september.

Fram kemur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að meðalvinnutími hjá þeim sem vinna fullt starf sé ríflega 51 stund á viku og hefur vinnustundum fjölgað um eina á viku frá árinu 1998 á meðan vinnutími hefur almennt styst um tvær stundir.

Meðalheildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru nú 245 þúsund kr., eða 276 þúsund hjá körlum og 194 þúsund hjá konum. Könnunin leiðir einnig í ljós að karlar vinna að meðaltali 55,3 stundir á viku en konur um tíu stundum minna, eða 44,6 stundir.

Þá eru meðalyfirvinnustundir á landinu öllu ríflega 11 á viku og eru þær flestar á Austurlandi eða tæplega 17 stundir á viku. Sé þetta greint eftir störfum, þá er meðalyfirvinnutími tækjamanna og bílstjóra 21,4 stundir á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×