Innlent

Reynt að draga úr hraða í höfninni

Grindavíkurhöfn
Grindavíkurhöfn MYND/Vilhelm
Það er ekki aðeins á vegum landsins sem reynt er að draga úr hraða. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir frá því að í höfninni í Grindavík hafi verið komi upp skilti sem sýni að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur. Ástæðan er sögð sú að sjófarendur hafi oft á tíðum verið að flýta sér of mikið í höfninni. Endurtekin tilmæli til sjófarenda um að draga úr hraða hafa ekki skilað sér sem skyldi. Starfsmenn hafnarinnar vonast hins vegar til að skiltið komi til með að draga úr ferð. Skiltið er upplýst í myrkri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×