Innlent

Harma skert fjáframlög til Alþjóðahússins

Alþjóðahús
Alþjóðahús MYND/Róbert

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að skerða fjárframlög til Alþjóðahússins um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hafi aldrei hafa verið meiri hér á landi en nú. Álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess sé því gífurlegt. Skert fjármagn þýði skerta þjónustu og Alþjóðahúsið neyðist því til að skoða möguleika á að taka gjald fyrir þá þjónustu sem hingað til hefur verið ókeypis. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík segja skerðinguna til háborinnar skammar og óttast að hún auki á misskiptingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×