Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut 1. nóvember 2006 12:27 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri handsala samninginn í hádeginu. MYND/Pjetur Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu. Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Ríkið greiðir 30 milljarða og 250 milljónir króna fyrir hlutinn. Borgin fær um 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær um 3,3 milljarða sem greiddir verða með reiðufé. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri benti á að viðræður hefðu staðið með hléum í tvö á milli aðila en að R-listanum hefði aldrei verið alvara með að selja hlut borgarinnar þar sem Vinstri - grænir hafi lagst gegn því. Þá sagði hann verðmat fyrirtækisins hafa hækkað frá því að viðræðum var slitið milli ríkis og borgar fyrr á árinu. Um ástæður sölunnar sagði Vilhjálmur að Íslendingar byggju í gjörbreyttu raforkuumhverfi og það gengi ekki að hans mati að Reykjavíkurborg ætti bæði 95 prósenta hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósenta hlut í Landsvirkjun, fyrirtækjum í samkeppni. Jafnframt lýsti hann því yfir að Orkuveitan yrði ekki einkavædd í hans borgarstjóratíð. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var inntur eftir því hvort ætlunin væri að einkavæða Landsvirkjun í kjölfar samninganna en hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Í svipaðan streng tók Árni Mathiesen fjármálaráðherra og sagði ekkert liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins. Borgarstjórinn í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru báðir inntir eftir því hvað gert yrði við söluandvirðið. Vilhjálmur sagði að um 24 milljarðar færu í lífeyrisskuldbindingar borgarinnar en þrír milljarðar í að greiða niður uppsafnaðan halla borgarsjóðs. Kristján sagði að hlutur Akureyrar færi í lífeyrisskuldbindingar bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu. Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Ríkið greiðir 30 milljarða og 250 milljónir króna fyrir hlutinn. Borgin fær um 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær um 3,3 milljarða sem greiddir verða með reiðufé. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri benti á að viðræður hefðu staðið með hléum í tvö á milli aðila en að R-listanum hefði aldrei verið alvara með að selja hlut borgarinnar þar sem Vinstri - grænir hafi lagst gegn því. Þá sagði hann verðmat fyrirtækisins hafa hækkað frá því að viðræðum var slitið milli ríkis og borgar fyrr á árinu. Um ástæður sölunnar sagði Vilhjálmur að Íslendingar byggju í gjörbreyttu raforkuumhverfi og það gengi ekki að hans mati að Reykjavíkurborg ætti bæði 95 prósenta hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósenta hlut í Landsvirkjun, fyrirtækjum í samkeppni. Jafnframt lýsti hann því yfir að Orkuveitan yrði ekki einkavædd í hans borgarstjóratíð. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var inntur eftir því hvort ætlunin væri að einkavæða Landsvirkjun í kjölfar samninganna en hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Í svipaðan streng tók Árni Mathiesen fjármálaráðherra og sagði ekkert liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins. Borgarstjórinn í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru báðir inntir eftir því hvað gert yrði við söluandvirðið. Vilhjálmur sagði að um 24 milljarðar færu í lífeyrisskuldbindingar borgarinnar en þrír milljarðar í að greiða niður uppsafnaðan halla borgarsjóðs. Kristján sagði að hlutur Akureyrar færi í lífeyrisskuldbindingar bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira