Innlent

25 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga

25 ríki mótmæla á morgun hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni með formlegum hætti. Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, mun afhenda mótmælaskjal fyrir hönd ríkjanna í utanríkisráðuneytinu klukkan 10 í fyrramálið.

Auk Breta eru það meðal annars Finnar, Frakkar, Spánverjar, Svíar og Þjóðverjar sem mótmæla hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og segja þau brjóta í bága við alþjóðlegt bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×