Veik tengsl milli pólskra innflytjenda 31. október 2006 17:53 Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar. Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira