Innlent

Framsóknarmönnum fjölgaði eftir að póstkosning var ákveðin

Akranes
Akranes MYND/Vísir

Framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi hefur fjölgað um fjórðung frá því að ákveðið var að efna til póstkosningar um skipan framboðslista flokksins í kjördæminu. Frá þessu er greint á fréttavef Skessuhorns.

Kjörseðlar verða sendir út í vikunni og þurfa seðlarnir að berast kjörnefnd fyrir 17. nóvember en þá verður talið. Áður en ákveðið var að hafa póstkosningu voru flokksmenn í kjördæminu um tvö þúsund. Kjörskrá við póstkosninguna var miðuð við 20. október en þá hafði flokksmönnum fjölgað um rúmlega 500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×