Innlent

Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

MYND/Stefán

Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka en endanlega ákvörðun verður tekin á fundi samstarfsráðherra Norðurlandanna.

Halldór og Jan-Erik Enestam, umhverfisráðherra Finnlands, voru taldir koma til greina í stöðuna en Halldór varð fyrir valinu á endanum. Halldór er fyrsti Íslendingurinn til að gegna stöðunni. Hann tekur við af Svíanum Per Unckel sem gengt hefur starfinu frá upphafi árs 2003.

Norræna ráðherranefndin er samstarfsstofnun ríkisstjórna Norðurlanda. Hún er í umsjá forsætisráðherra norrænu ríkjanna en dagleg samhæfing pólitísks samstarfs landanna er þó í höndum samstarfsráðherra Norðurlanda og Norrænu samstarfsnefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×