Innlent

Gögn Þjóðskjalasafns um hleranir birt á vefnum

Þjóðskjalasafnið hefur birt á vef sínum þau gögn sem eru þar í vörslu og varða dómsmál um hleranir á kaldastríðsárunum.

Á vefsíðu Þjóðskjalasafns segir að í úrskurði menntamálaráðuneytis, vegna stjórnsýslukæru Kjartans Ólafssonar um aðgang að skjölum um símhleranir á árunum 1949 - 1968, komi fram sú skoðun ráðuneytisins að veita skuli aðgang að gögnunum m.a. að teknu tilliti til ákvæða 71. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.

Í framhaldi af úrskurði ráðherra og hins mikla áhuga almennings á aðgangi að skjölunum hafi Þjóðskjalasafn Íslands ákveðið að birta þessi skjöl í heild sinni, en afmáð persónugreinanlegar upplýsingar um þá sem hlerað var hjá í samræmi við þau persónuverndarsjónarmið sem felist í 71. grein stjórnarskrárinnar.

Um er að ræða gögn frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Sakadómi Reykjavíkur.

Gögn Þjóðskjalasafns um hleranir á kaldastríðsárunum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×