Innlent

Umhverfisslys yfirvofandi á Frakkastígsreit

Umhverfisslys er yfirvofandi á horni Frakkastígs og Laugavegar, segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi frjálslyndra sem gagnrýnir það hvernig nýtt deiliskipulag er kynnt - kynningarferlið, segir hann, er alltof veikt.

Róttækar breytingar verða á götumyndinni á horni Laugavegar og Frakkastígs ef nýtt deiliskipulag sem verður í kynningu til tíunda nóvember nær fram að ganga. Í dag standa þarna nokkur hús, meðal annars dansstaðurinn Vegas og verslunin Vínberinu. Ólafur segir að götumyndin þarna verði eyðilögð. Hins vegar megi vel komast að sátt í þessu máli. Það alvarlega sé þó að hið lýðræðislega kynningarferli sé alltof veikt. Hann vill breyta því með því að gera auglýsingar á deiliskipulagi sýnilegri og myndrænni enda sé nauðsynlegt að hinn almenni borgari komi að skipulagsmálum strax á byrjunarstigi.

 

(komment 4...10 s.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×