Erlent

Hæstiréttur Danmerkur stórherðir refsingar fyrir brot gegn börnum

Hæstiréttur Danmerkur hefur tekið þá stefnu að herða til muna refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum, og segir að með því sé verið að taka tillit til samþykktar danska þingsins árið 2002 um herta refsilöggjöf.

Í dag næstum þrefaldaði Hæstiréttur fangelsisdóm yfir fimmtíu og þriggja ára gömlum manni sem hafði gerst brotlegur gegn börnum. Hann hafði fengið eins árs fangelsi í Vestri Landsrétti, en Hæstiréttur hækkaði það upp í tvö ár og níu mánuði.

Í öðru máli var fangelsisdómur hækkaður úr einu ári upp í eitt ár og níu mánuði. Í báðum þessum málum sagði, í niðurstöðum Hæstaréttar, að við ákvörðun dómsins hefði verið tekið mið af því að danska þingið hafi ákveðið að herða refsingar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Hæstiréttur skýrir beint frá því að hann muni miða við ákvörðun danska þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×