Innlent

Ókeypis í Þjóðmenningarhúsið um helgina

MYND/Hari

Ókeypis aðgangur verður að öllum sýningum í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af því að handrit Skarðsbókar postulasagna er nú sýnt þar í fyrsta skipti. Handritið er sýnt til að minnast þess að 18. október voru liðin 40 ár síðan dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri afhenti íslensku þjóðinni bókina.

Bókin er líklega skrifuð um 1360 að Helgafelli fyrir Orm lögmann Snorrason á Skarði á Skarðsströnd, en hann gaf hana kirkjunni á Skarði. Skarðsbók er stærst og veglegust af varðveittum handritum postulasagna og geymir ellefu postulasögur eftir því sem segir í tilkynningu frá Þjóðmenningarhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×