Innlent

Kirkjuþing samþykkir stefnumótun á sviði kærleiksþjónustu

Kirkjuþing samþykkti í morgun stefnumótum á sviði kærleiksþjónustu og hjálparstarfs en með því eru sóknir hvattar til að huga sérstaklega að þeim þætti í þjónustu kirkjunnar er lítur að stuðningi við fólk í erfiðum aðstæðum og leggja sérstaka áherslu á vinaheimsóknir til þeirra sem eru einangraðir.

Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni að hvatt sé til samstarfs á þessu sviði milli safnaða og við stofananir og félagasamtök og minnt á nauðsyn þess að sóknirnar leggi fé í þetta starf.

Stefnumótunin er liður í Stefnu- og starfsáherslum Þjóðkirkjunnar 2004-2010 og samkvæmt henni verður sérstaklega vakin athygli á kærleiksþjónstu kirkjunnar starfsárið 2006 - 2007 og hvatt til verkefna á því sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×