Innlent

Hollvinasamtök Óðins stofnuð í dag

Varðskipið Óðinn.
Varðskipið Óðinn. MYND/AP

Hollvinasamtök varðskipsins Óðins verða stofnuð í dag. Fram kemur í tilkynningu að markmið samtakanna sé að varðveita Óðinn og gera skipið að glæsilegri umgjörð um sögu þoskastríðsáranna og björgunarsögu íslenskra varðskipa, en Óðinn tók þátt í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar þegar hún var færð út í 200 mílur.

Samtökin verða stofnuð í Víkinni, sjóminjasafni Reykjavíkur, kl. 16 í dag og meðal þeirra sem flytja ávörp eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×