Innlent

Kveikt í rusli í gamla Hampiðjuhúsinu

Gamla Hampiðjuhúsið í Brautarholti.
Gamla Hampiðjuhúsið í Brautarholti. MYND/Einar Ólason

Eldur kviknaði í rusli í stigagangi gamla Hampiðjuhússins við Brautarholt í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Tilkynning barst lögreglu kl. 20:22 og gekk greiðlega að slökkva eldin og slökkvistarfi lokið 26 mínútum síðar. Enginn var í hættu. Fjölmörg útköll hafa borist slökkviliði vegna elds í húsinu síðustu mánuði.

Slökkvilið telur líklegast að unglingar eða útigangsfólk geri það sér að leik að kveikja í rusli í húsinu. Hampiðjuhúsið svokallaða hefur staðið autt í nokkra mánuði. Það er vatns- og rafmagnslaust og stendur til að rífa það. Í Hampiðjuhúsinu var síðast að finna galleríið og listasmiðjuna Klink og bank.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×