Enski boltinn

United hefur nauma forystu gegn Crewe

Ole Gunnar skoraði sitt sjötta mark á leiktíðinni fyrir United með laglegum hætti um miðjan fyrri hálfleikinn
Ole Gunnar skoraði sitt sjötta mark á leiktíðinni fyrir United með laglegum hætti um miðjan fyrri hálfleikinn NordicPhotos/GettyImages

Manchester United hefur 1-0 forystu gegn Crewe þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var norska markamaskínan og fyrirliðinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði mark gestanna á 26. mínútu, en heimamenn hafa ef eitthvað er fengið fleiri færi en úrvalsdeildarliðið það sem af er leiknum.

Þá er kominn hálfleikur í viðureign Milton Keynes Dons og Tottenham og staðan þar er Tottenham 2-0 yfir með mörkum frá Defoe og Mido og markalaust er hjá Newcastle og Portsmouth á St. James Park.

Þá hefur Charlton yfir 1-0 gegn Bolton þegar skammt er til hálfleiks og Hermann Hreiðarsson er á sínum stað í vörn Charlton, en ekkert hefur verið skoraði í leikjum Chelsea - Blackburn og Liverpool - Reading, en þar eru þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson í byrjunarliði Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×