Innlent

Ferðinni til Bandaríkjanna haldið áfram

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar farþegavél, með 172 farþega innanborðs, var lent í öryggisskyni vegna bilunar í hreyfli. Vélin er af gerðinni Boeing 757-200 og var á leið frá Lundúnum til Newark í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn var um svokallaða öryggislendingu að ræða en ekki nauðlendingu. Vélin flaug frá Íslandi áfram til Bandaríkjanna á sjötta tímanum.

Engin skelfing greip um sig í vélinni en lendingar sem þessar eru ekki óalgengar á Keflavíkurflugvelli. Það sem var öðruvísi núna er að viðbúnaður var á hættustigi, þar sem annar hreyfillinn var aflvana og hinn ekki á fullu afli. Það tókst þó að ræsa báðana hreyflana aftur áður en vélin lenti.

Flugvélinni var svo lent heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli kl. 16:10. Var töluverður viðbúnaður á flugvellinum þá. Allt virðist þó hafa verið í lagi þar sem vélin fór aftur á loft um kl. 17:30, eða rétt rúmlega klukkustund síðar og ferðinni til Newark haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×