Innlent

Stærsta útkall Landhelgisgæslu um árabil

Þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar til.
Þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar til. Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fór í sitt stærsta útkall um árabil þegar Boeing 757 flugvél Continental flugfélagsins kom inn til lendingar í Keflavík eftir að tilkynna um bilun í hreyfli.

Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélina kl. 14:59. Landhelgisgæslan segir að þegar hafi verið gerðar eftirfarandi ráðstafanir: Sendar voru af stað þrjár björgunarþyrlur frá LHG, varðskipið Týr sem statt var undan Reykjanesi hélt þegar af stað til móts við flugstefnu vélarinnar og Fokkerflugvél LHG var búin undir björgunarflug með 5 björgunarbátum og áhöfn.

Vakstöð siglinga hafði samband við öll skip sem í náðist á svæðinu í kring um Reykjanes og út eftir Reykjaneshrygg og óska eftir að þau væru í viðbragðsstöðu. Einnig voru kallaðir út björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samráði við stjórnendur samtakanna. Þyrlur LHG fylgdu flugvélinni í aðflugi að Keflavíkurflugvelli, þar sem hún lenti heilu og höldnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×