Innlent

Latibær tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna

Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hafa verið tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna í Bretlandi í flokki alþjóðlegs barnaefnis.

BAFTA-verðlaunin hafa stundum verði kölluð Óskarsverðlaun Evrópu og er haft eftir Magnúsi Scheving, höfundi þáttanna, í tilkynningu að þetta sé mikil viðurkenning en stutt er síðan Latibær var tilnefndur til Emmy-verðlauna. Tveir Íslendingar hafa áður verið tilnefndir til BAFTA -erðlauna, þau Valdís Óskarsdóttir fyrir klippingu og Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlist. Úrslitin í ár verða tilkynnt við hátíðlega athöfn í London þann 26. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×