Innlent

Norðmönnum fjölgar hraðar en Íslendingum

Norðmenn hafa tekið við af Íslendingum sem sú Norðurlandaþjóð sem fjölgar hvað hraðast samkvæmt tölum í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006. Þar segir að í fyrra hafi 15.500 fleiri fæðst í Noregi en látist en Norðmenn voru rúmar 4,6 milljónir í upphafi árs. Mannfjöldaþróun bendir til að Norðmönnum muni fjölga um fjórðung á næstu fjórum áratugum, Íslendingum um fimmtung en Finnum nánast ekki neitt. Fram kemur í tölunum að Norðurlandabúm hafi fjölgað um helming á síðustu hundrað árum og eru þeir nú tæplega 25 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×