Vilja Sementsverksmiðjuna í burt 23. október 2006 22:20 Sementsverksmiðjan á Akranesi. MYND/H.Kr. Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira