Innlent

Þúsund bleikar "hundraðkellingar"

Þúsund bleikar hundrað kellingar eru í umferð þessa dagana. Það mun ekki vera myntfölsun á ferð heldur feminískur myndlistargjörningur.

Grandalausir kaupendur geta átt von á því þessa dagana að reiða fram seðil og fá gefið til baka í bleikum "hundraðkellingu". Það er ung listakona, Drífa Ármannsdóttir, sem ber ábyrgð á því að þúsund bleikar hundraðkellingar eru í umferð - og frést hefur af ferðamönnum sem hafa ákveðið að taka hundraðkellinguna með sér heim til minja um frumlega kvennabaráttu á Íslandi. En sum sé bleiku peningarnir eru myndlistarverk - á Sequences listahátíðinni - opið til túlkunar hvers og eins segir listakonan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×