Innlent

Aflaverðmæti eykst um nærri tíu prósent

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæplega fjóra milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið var um 46 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins en aukningin milli ára nemur nærri tíu prósentum.

Fram kemur í tölum Hagstofunnar að aflaverðmæti botnfisks hafi aukist um nærri fjórðung á milli ára en verðmæti uppsjávartegunda dróst hins vegar verulega saman ef undan er skilinn kolmunni. Þá minnkaði verðmæti skel- og krabbadýraafla um rúman fjórðung milli fyrstu sjö mánaða þessa árs og sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×