Innlent

Rann eina 50 metra niður fjallið

Tólf ára drengur datt og rann eina fimmtíu metra niður hlíðar Esjunnar. Drengurinn slasaðist á fæti og er töluvert kvalinn en slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn eru á leið til hans sem og bráðatæknir slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að þeir komi á slysstað innan skamms. Slysið varð utan í Þverfellshorni, í töluverðri hæð, á almennri gönguleið.

Nokkrir tugir manna vinna að björguninni og gerir slökkviliðið ráð fyrir að drengurinn verði kominn niður af fjallinu um sex leytið í dag. Það voru samferðarmenn drengsins sem hringdu eftir aðstoð. Ekki er vitað að svo stöddu hvort barnið var í fylgd fullorðinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×