Innlent

Fyrsti hvalurinn veiddur

Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum.

Skepnan ku vera mikil og stór heljarskepna. Hún var veidd djúpt út fyrir Snæfellsnesi, um 200 mílum frá Hvalfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×