Innlent

Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn

Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Ker höfðaði máli til að fá niðurstöðu samkeppnisyfirvalda hnekkt. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði ætlað að ávinningur Kers af samráðinu væri rúmir tveir komma sjö milljarðar króna. Matsmennirnir telja hinsvegar nærri lagi að hámarksávinningur gæti verið um helmingur þeirrar upphæðar. Þá sé ekki hægt að fullyrða hve stór hluti hans sé vegna samráðs og hve stór hluti vegna fákeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×