Innlent

Vændi er þjóðarskömm segir biskup

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun.

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands gerði skuggahliðar hnattvæðingarinnar að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun og sagði skelfilegt til þess að vita að níðst væri á erlendu vinnuafli, fólki sem hingað væri flutt frá framandi löndum. Það væri ömurleg skuggahlið hnattvæðingarinnar og ofurspennu í efnahagslífinu. Þá fjallaði hann um klámiðnaðinn og sagði vændi útbreiddara hér á landi en marga grunaði. Hann sagði ótrúlegt að hér skuli viðgangast að siðlausir sóðakarlar skuli kaupa sér ungar stúlkur frá fátækum löndum og gera að þrælum. Það sé þjóðarskömm

Hægt er að nálgast ræðu biskups hér. Eins er hægt að hlusta á ræðuna á þessari slóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×