Innlent

Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst

Loðna.
Loðna. MYND/Haraldur Jónasson

Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðahafrannsóknaráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag ásamt tillögum rágjafarnefndar um nýtingu fiskistofna. Loðnan er einn þeirra fiskistofna sem Íslendingar nýta.

Í skýrlunni segir að vegna þess að ekki hafi tekist að mæla ókynþroska hluta stofnsins haustið 2005 og þess að enn hafi ekki tekist að mæla hann, leggi Alþjóðahafrannsóknaráðið til að veiðar verði ekki leyfðar úr íslenska loðnustofninum fyrr en tekist hefur að mæla hann og niðurstöður þeirra mælinga bendi til þess að áætluð stærð hrygningarstofns verði meiri en 400 þúsund tonn í mars 2007.

Framkemur á vef Hafrannsóknarstofnunar að þetta sé í fullu samræmi við ráðgjöf stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×