Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi 20. október 2006 19:14 Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út. Fréttir Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út.
Fréttir Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira