Innlent

Setning Kirkjuþings á morgun

Frá Kirkjuþingi.
Frá Kirkjuþingi. MYND/GVA

Kirkjuþing verður sett á morgun en í ár sitja um sextíu prósent fulltrúa á þinginu Kirkjuþing í fyrsta sinn. Á þinginu verður tekin fyrir tillaga um Fjölskyldustefnu og stofnun Málefna- og siðfræðiráðs kirkjunnar. Einnig verður tekin fyrir tillaga um stefnumótun fyrir kærleiksþjónustu og hjálparstarf en það er liður í heildarstefnumótun kirkjunnar.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, leggur á þinginu fram frumvarp til laga um breytingu á skipun í embætti sóknarpresta. Nú skipar ráðherra í embætti sóknarpresta en frumvarpið kveður á um að framvegis verði það biskup.

Kirkjuþing verður sett klukkan níu í fyrramáli í Grensáskirkju og verður biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, meðal þeirra sem þá flytja ávarp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×