Innlent

Alþjóðlegi beinverndardagurinn í dag

Dagurinn í dag er aþjóðlegur beinverndardagur og mun Beinvernd, sem er félag áhugafólks um beinþynningu halda upp á daginn ásamt 179 beinverndarfélögum innan Alþjóðabeinverndarsamtakanna, IOF, í yfir 80 löndum. Fram kemur í tilkynningu að þema dagsins að þessu sinni sé hlutverk fæðu og næringar í myndun og viðhaldi sterkra beina undir yfirskriftinni Beinlínis hollt.

Svo skemmtilega vill til að alþjóðlegur dagur matreiðslumanna er einnig í dag og af því tilefni hafa þessi samtök snúið bökum saman á alþjóðavísu. Beinvernd og klúbbur meistarakokka vinna saman að þríþættu verkefni í tilefni dagsins sem felst í heimsóknum a.m.k. 15 grunnskóla þar sem matur er eldaður á staðnum. Auk þess munu 30 veitingahús og 30 mötuneyti bjóða upp á beinlínis hollan rétt dagsins þennan dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×