Pólitísk afskipti skaða Strætó 19. október 2006 14:36 Mynd/Gunnar V. Andrésson Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira