Innlent

Tekið með silikihönskum á mjólkuriðnaðinum

Umhverfisráðherra hefur fengið kvörtun frá Félagi íslenskra stórkaupmanna þar sem umbúðir utan um mjólkurdrykki í plastumbúðum bera ekki skilagjald. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta vera klára samkeppnislega mismunun og enn eitt dæmið þar sem stjórnvöld fara með silkihönskum um mjólkuriðnaðinn.

Samkvæmt reglum um skilagjald á einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur fellur gjaldskyldan til drykkjarvara í einnota umbúðum, einkum umbúða utan um gosdrykki, bjór og áfengi. Reglurnar ná ekki yfir mjólkurdrykki sem margir hverjir eru í plastumbúðum og í samkeppni við aðra drykkjarvöru.

Í þessu segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, felast mismunum þar sem margar þessara vara séu í samkeppni.

Aðspurður segist Andrés ekki geta sagt til um hvort hann telji að mjólkuriðnaðurinn reyni að velja umbúðir sem ekki þarf að endurvinna. Þó segir hann ljóst að þær umbúðir sem mjólkuriðnaðurinn velur passi ekki inn endurvinnsluferlið.

Samtök iðnaðarins segja, í fréttatilkynningu sem þau sendu frá sér í dag, vegna umræðu um að mjólkuriðnaðurinn sé undanskilin samkeppnislögum að heilbrigð samkeppni í atvinnulífinu sé best tryggð með samkeppnislögum og að þar eigi engar greinar að vera undanskildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×