Enski boltinn

Grannarnir í Liverpool kærðir

Jerzy Dudek missti stjórn á sér eftir að hann varð fyrir tæklingu Victor Anichebe hjá Everton og í kjölfarið varð allt vitlaust.
Jerzy Dudek missti stjórn á sér eftir að hann varð fyrir tæklingu Victor Anichebe hjá Everton og í kjölfarið varð allt vitlaust. NordicPhotos/GettyImages

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur birt Liverpool og Everton kæru fyrir að hafa ekki heimil á leikmönnum sínum í varaliðsleik þann 10. október sl. Leikmenn liðanna tókust þá á eftir að brotið hafði verið á Jerzy Dudek, markverði Liverpool, en sá brást illa við og lenti í riskingum í kjölfarið.

Dudek fékk að líta rauða spjaldið fyrir vikið og gæti fengið enn lengra leikbann fyrir að hafa ekki komið sér af velli eftir að hann fékk spjaldið. Everton vann leikinn 2-1 en ólætin náðust öll á myndband. Félögin tvö hafa frest til 1. nóvember til að svara fyrir sig í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×