Innlent

Verðmunur á lyfjum mikill

MYND/Stefán

Verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi er allt að 66%, samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Allt að 55% verðmunur var á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Sem dæmi um verðmun má taka blóðþrýstingslyfið Almo. Skammturinn var dýrastur í Lyfjum og heilsu, rúmlega 3,300 krónur, en ódýrast í Skipholtsapóteki, rúmlega 2,100 krónur. Þar munar tæpum tólf hundruð krónum. Lyf reyndust oftast ódýrust í Skipholtsapóteki en oftast dýrust í Lyfjum og heilsu í Domus Medica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×