Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða 17. október 2006 19:43 Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust. Fréttir Innlent Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust.
Fréttir Innlent Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira