Innlent

Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá

Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði.

Með þessu framtaki vonast stangaveiðifélagið til þess að um 500 til 600 fleiri laxar komi á land við árnar næsta sumar. Verkefninu er þó ekki lokið því félagið býst við að verja um átta milljónum króna til netauppkaupa á næsta ári og þá er bígerð að setja á fót sérstakan netauppkaupasjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×