Innlent

Skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjum

Óttast er að milljónatjón hafi orðið þegar skipalyfta við höfnina í Vestamannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabátnum Gandí VE í slipp. Lyftan er í eigu Skipalyftunnar ehf. en ekki er vitað hvers vegna hún gaf sig. Lítils háttar slys urðu á fólki að sögn verkstjóra hjá fyrirtækinu. Að sögn Gísla Óskarssonar, fréttaritara NFS í Eyjum, stendur skipið nú skáhallt upp í loftið og skagar 10-15 metra upp í loft en verið er að vinna á vettvangi og því fást ekki frekari upplýsingar að sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×