Innlent

Samruni Lyfjavers og Lyfja og heilsu ógiltur

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að ógilda skuli samruna lyfsölukeðjanna DAC og Lyfjavers þar sem talið var að hann myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

DAC er systurfélag lyfsölukeðjunnar Lyfja og heilsu og samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf og heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega 80 prósent allrar lyfjasmásölu í landinu.

Samkeppniseftirlitið komst að þessari niðurstöðu í sumar en fyrirtækin kærðu þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Hún komst að sömu niðurstöðu og eftirlitið. Fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins að mikil samþjöppun hafi orðið á lyfsölumarkaðnum á síðustu árum og mikilvægt sé að vinna gegn frekari fákeppni á þessum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×