Árás á vígi hryðjuverkamanna æfð í Hvalfirði 16. október 2006 20:28 Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna. Fréttir Innlent Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira