Renault á ekki von á bellibrögðum Ferrari 16. október 2006 23:00 Forráðamenn Renault hafa ekki áhyggjur af bellibrögðum frá Ferrari um næstu helgi NordicPhotos/GettyImages Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira