Innlent

Eyjaflug hafið á ný

Mynd/Vísir

Fyrsta flugvél Flugfélags Íslands, sem ætlar að halda uppi áætlanaflugi á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur næstu níu mánuðina samkvæmt samningi við ríkið, lenti í Eyjum um níuleytið í morgun. Fluginu verður haldið uppi með Dash-8 og Fokker-vélum. Það verður nú boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu, samkvæmt reglum um ríkisstyrktar samgöngur, þannig að annað félag kann að taka við eftir níu mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×