Innlent

Vörugjöldin eru úrelt

Samtök atvinnulífsins vilja fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin ætlar til að lækka verð á matvælum og segja verðlag á Íslandi geta orðið svipað og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjöld og lækka tolla. Samtökin segja ekki þurfa lækkun virðisaukaskatts til að ná fram lægra vöruverði.

Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða vörugjöld af matvælum lögð niður nema af sætindum, virðisaukaskattur lækkaður í 7% og tollur af innfluttu kjöti lækkaður um allt að 40%. En ef markmið stjórnvalda um 16 prósenta lækkun á að nást þarf tollurinn á vinsælasta kjötinu, kjúklingi og svínakjöti, að lækka um 40% að mati Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir stöðuna þannig að tollar á kjöt og landbúnaðarvörur séu svo háir að það sé ígildi innflutningsbanns. Meðaltollur á kjöt á síðasta ári hafi verið 150% og lækkun niðrí 90% myndi ekki skipta sköpum á innflutningi.

Tollalækkunin myndi þá veita innlendu framleiðslunni samkeppni frekar en að innflutningur myndi aukast.

Segja má að gagnrýni Samtaka atvinnulífsins sé tvíþætt. Annars vegar hefðu þau viljað sjá afnám vörugjaldanna til að losna við skrifræðið sem fylgi því úrelta skattkerfi.

Hins vegar telja þau að aðrar leiðir hefðu verið ódýrari í framkvæmd og skilað sama matarverði og í Finnlandi og Svíþjóð. Lækkun virðisaukaskatts er kostnaðarsöm leið, segir Hannes, og hann hefði viljað sjá umræðu um að leggja niður vörugjaldskerfið eins og það leggur sig, en um það bil allt sem prýðir híbýli okkar er skattlagt með 15-25% vörugjöldum, alltfrá málningu til innréttinga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×