Innlent

Samkeppni nauðsynleg

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir vonbrigði að í tillögum ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matvælarverðs, sé ekki tekið á mjólkuriðnaðinum. Hann segir hneyksli að fyrirtæki í einokunarstöðu, eins og Osta- og smjörsalan, hafi svínað á fyrirtæki eins og Mjólku sem reyni að virkja samkeppni.

Samkeppniseftilitið komst að þeirri niðurstöðu að Osta- og smjörsalan hafi brotið samkeppnislög með því að láta Mjólku borgar hærra verð fyrir undanrennuduft en Ostahúsið. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, almennt mjög mikilvægt að samkeppni fái þrifist. Finnst honum mjög slæmt að fyrirtæki eins og Osta- og smjörsalan, sem sé í einokunarstöðu hafi svínað á fyrirtæki eins og Mjólku sem komi með samkeppni inn á markaðinn.

Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að fella niður tolla á undanrennudufti til að greiða fyrir samkeppni og finnst Andrési ráðherra eiga að fylgja tilmælunum.

Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins áfall og hneyksli ef rétt reynist að Osta- og smjörsalan hafi lækkað verð á fetaosti stuttu eftir að Mjólka kom á markað eins og framkvæmdastjóri fyrirtækisins heldur fram.

Andrés segist vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki gengið lengra í tillögum sínum til lækkunar matarverðs þó þar sé margt gott. Þar hefði átt að lækka tolla eins og gera á með kjötvörurnar. Það að mjólkuriðnaðurinn hafi fengið sjálfur að ráða hvernig tekið yrði þeim geira finnst honum einkennilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×