Enski boltinn

Fjölmiðlar telja Joorabchian líklegri til að kaupa West Ham

Eggert Magnússon ætlar ekki að taka þátt í kapphlaupi um kaup á West Ham
Eggert Magnússon ætlar ekki að taka þátt í kapphlaupi um kaup á West Ham Mynd/Daníel Rúnarsson

Breska blaðið The Times fullyrðir í dag að íranski viðskiptajöfurinn Kia Joorabchian sé líklegri en Eggert Magnússon til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Eggert vísar þeim fregnum á bug að 8 milljarða tilboði hans í félagið hafi verið hafnað.

Times fullyrðir í dag að Joorabchian sé enn líklegasti maðurinn til að kaupa West Ham, þrátt fyrir nýlegan áhuga Eggert Magnússonar. Íraninn gerði fyrir skömmu 9 milljarða króna tilboð í félagið, en því var hafnað á þeim forsendum að það væri ekki nógu traust. Times segir að stjórn West Ham hafi þó mikinn hug á að selja þeim íranska félagið og hafi óskað eftir svörum frá honum sem fyrst um það hvort hann hyggist gera annað tilboð í félagið.

Eggert Magnússon átti spjall við Þorstein Gunnarsson íþróttafréttamann á NFS í morgun og þar sgðist hann ekki ætla að láta draga sig inn í kapphlaup um kaup á West Ham og vísar því á bug að tilboði hans hafi verið hafnað. Þessar fréttir séu úr lofti gripnar og hann sé að bíða eftir því að vera kallaður á fund stjórnar félagsins til að hefja formlegar kaupviðræður. Þetta kom fram í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×