ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga 13. október 2006 15:56 Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent